Papeyjarsmyglið: Meintur höfuðpaur neitar sök Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2009 09:54 Hollendingurinn Peter Rabe neitar sök í málinu. Mynd/ Pjetur. Hollendingurinn Peter Rabe, sem grunaður er um að hafa skipulagt smygl á um 109 kílóum af fíkniefnum til Íslands í apríl, neitaði sök í málinu við þingfestingu þess í morgun. Tveir aðrir sakborningar, þeir Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson neita einnig sök. Jónas Árni Lúðvíksson, Halldór Hlíðar Bergmundsson og Pétur Kúld Pétursson játa allir aðild að málinu en segjast hafa talið að um innflutning á sterum hafi verið að ræða en ekki fíkniefnum. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 20. júlí næstkomandi. Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 55.116,65 g af amfetamíni, 53.889,65 g af kannabis og 9.432 e-töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru flutt áleiðis til Íslands frá Belgíu með skútunni Sirtaki og var slöngubát af gerðinni Valiant siglt til móts við hana. Bátarnir mættust á hafi úti þann 18. apríl innan við 30 sjómílur suð- austur af landinu og voru efnin þar flutt milli báta. Slöngubátnum var síðan siglt með efnin til Djúpavogs. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Papeyjarsmygl: Vilja skútumenn áfram í gæsluvarðhald Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gerir fastlega ráð fyrir því að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum úr Papeyjarsmyglinu svokallaða. 2. júní 2009 13:10 Von á Sirtaki til hafnar innan tíðar Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni Sirtaki klukkan átta nú í morgunsárið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 21. apríl 2009 07:23 Helmingur fíkniefnanna í Papeyjarmálinu var amfetamín Rúmlega helmingur fíkniefnanna sem hald var lagt á í Papeyjarmálinu svokallaða í síðasta mánuði reyndist vera amfetamín, eða 55 kílógrömm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur jafnframt fram að mikið hafi verið af marijúana, eða 34 kílógrömm og hassi, eða 19,5 kílógrömm. E-töflurnar voru rúmlega 9.400 talsins. 13. maí 2009 13:44 Smyglskútumenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald á Egilsstöðum Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni Sirtaki um 65 sjómílum fyrir utan Færeyjar í fyrrakvöld eru nú á leið í Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum. Þeir komu til hafnar á Eskifirði í morgun en voru í kjölfarið fluttir til Egilsstaða. Þar hafa þeir verið í yfirheyrslum og verða síðan færðir fyrir dómara sem tekur ákvörðun um gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Austurlands er von á mönnunum upp úr klukkan 10:00. 21. apríl 2009 09:48 Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í apríl um borð í skútunni SIRTAKI djúpt út af Suðausturlandi en þeir eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. 23. júní 2009 16:54 Papeyjarsmyglið: Skútumenn áfram í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Pétursson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. júní en þeir eru grunaðir um að hafa siglt á gúmmíbát út í Papey til móts við skútuna Sirtaki til þess að sækja rúm hundrað kíló af fíkniefnum um miðjan apríl. 2. júní 2009 16:11 Skútumennirnir komnir á Hraunið Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni SIRTAKI í fyrrakvöld eru nú komnir í loftið og lenda á Selfossi innan skamms. Þaðan verða þeir síðan fluttir í gæsluvarðhald á Litla-Hraun. Það er flugvél flugmálastjórnar sem flytur mennina. 21. apríl 2009 16:07 Papeyjarsmyglið: Skútumenn í gæsluvarðhald til 12.maí Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson ásamt hollenskum karlmanni voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12.maí næstkomandi í Héraðsdómi Austurlands fyrir stundu. Þremenningarnir voru handteknir í skútunni Sirtaki í fyrrakvöld en grunur leikur á að skútan hafi komið með rúm 100 kíló af fíkniefnum hingað til lands. 21. apríl 2009 13:20 Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku, 7. maí 2009 14:15 Gæsluvarðhald í smyglskútumálinu að renna út Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem handteknir voru í tengslum við smyglskútumálið á Djúpavogi í síðasta mánuði rennur út í dag. 11. maí 2009 13:58 Gæsluvarðhald yfir skútusmyglurum rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði rennur út í dag. 12. maí 2009 12:04 Papeyjarsmyglið: Þrír áfram í gæsluvarðhaldi Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. júní og einn til 5. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 29. maí 2009 16:24 Sirtaki komin til hafnar á Eskifirði Smyglskútan Sirtaki lagðist að bryggju í Eskifirði rétt eftir klukkan átta í morgun. Þó nokkur viðbúnaður lögreglu er við höfnina og hefur henni verið lokað. Að sögn Sigurðar Ingólfssonar fréttaritara er varðskipið Týr lagst að bryggjunni og er skútan bundin við stjórnborða skipsins. 21. apríl 2009 08:12 Smyglskútumenn áfram í gæsuvarðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði. 12. maí 2009 14:10 Papeyjarsmyglið: Óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Fíkniefnalögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir fjórum mönnum sem voru handteknir vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Þeir hafa allir verið í varðhaldi frá því snemma í apríl en það rennur út í dag. 29. maí 2009 14:35 Hollendingurinn leigði skútuna á hálfa milljón Dópsmyglararnir sem teknir voru nú um helgina staðgreiddu hálfa milljón króna fyrir tveggja vikna leigu á skútunni Sirtaki sem notuð var við smyglið. Þrír þeirra eru þessa stundina í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum þar sem þeir bíða þess að verða úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 21. apríl 2009 11:58 Smyglskútan leigð frá Belgíu - Myndir Smyglskútan sem þrír menn voru handteknir á í gærkvöldi heitir Sirtaki og er fjörtíu fet að lengd. Skráður eigandi skútunnar er fyrirtækið Channel sailing sem leigir skútur frá Belgíu. Skútan er leigð út samkvæmt heimasíðu fyrirtæksins. 20. apríl 2009 14:34 Ákæran í Papeyjarsmygli: Peter Rabe höfuðpaur Ákæra á hendur sex mönnum sem handteknir voru fyrir að smygla 109 kílóum af eiturlyfjum til landsins í apríl, verður þingfest í fyrramálið. Hollendingurinn Peter Rabe er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14. júlí 2009 13:54 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Hollendingurinn Peter Rabe, sem grunaður er um að hafa skipulagt smygl á um 109 kílóum af fíkniefnum til Íslands í apríl, neitaði sök í málinu við þingfestingu þess í morgun. Tveir aðrir sakborningar, þeir Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson neita einnig sök. Jónas Árni Lúðvíksson, Halldór Hlíðar Bergmundsson og Pétur Kúld Pétursson játa allir aðild að málinu en segjast hafa talið að um innflutning á sterum hafi verið að ræða en ekki fíkniefnum. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 20. júlí næstkomandi. Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 55.116,65 g af amfetamíni, 53.889,65 g af kannabis og 9.432 e-töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru flutt áleiðis til Íslands frá Belgíu með skútunni Sirtaki og var slöngubát af gerðinni Valiant siglt til móts við hana. Bátarnir mættust á hafi úti þann 18. apríl innan við 30 sjómílur suð- austur af landinu og voru efnin þar flutt milli báta. Slöngubátnum var síðan siglt með efnin til Djúpavogs.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Papeyjarsmygl: Vilja skútumenn áfram í gæsluvarðhald Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gerir fastlega ráð fyrir því að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum úr Papeyjarsmyglinu svokallaða. 2. júní 2009 13:10 Von á Sirtaki til hafnar innan tíðar Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni Sirtaki klukkan átta nú í morgunsárið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 21. apríl 2009 07:23 Helmingur fíkniefnanna í Papeyjarmálinu var amfetamín Rúmlega helmingur fíkniefnanna sem hald var lagt á í Papeyjarmálinu svokallaða í síðasta mánuði reyndist vera amfetamín, eða 55 kílógrömm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur jafnframt fram að mikið hafi verið af marijúana, eða 34 kílógrömm og hassi, eða 19,5 kílógrömm. E-töflurnar voru rúmlega 9.400 talsins. 13. maí 2009 13:44 Smyglskútumenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald á Egilsstöðum Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni Sirtaki um 65 sjómílum fyrir utan Færeyjar í fyrrakvöld eru nú á leið í Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum. Þeir komu til hafnar á Eskifirði í morgun en voru í kjölfarið fluttir til Egilsstaða. Þar hafa þeir verið í yfirheyrslum og verða síðan færðir fyrir dómara sem tekur ákvörðun um gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Austurlands er von á mönnunum upp úr klukkan 10:00. 21. apríl 2009 09:48 Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í apríl um borð í skútunni SIRTAKI djúpt út af Suðausturlandi en þeir eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. 23. júní 2009 16:54 Papeyjarsmyglið: Skútumenn áfram í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Pétursson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. júní en þeir eru grunaðir um að hafa siglt á gúmmíbát út í Papey til móts við skútuna Sirtaki til þess að sækja rúm hundrað kíló af fíkniefnum um miðjan apríl. 2. júní 2009 16:11 Skútumennirnir komnir á Hraunið Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni SIRTAKI í fyrrakvöld eru nú komnir í loftið og lenda á Selfossi innan skamms. Þaðan verða þeir síðan fluttir í gæsluvarðhald á Litla-Hraun. Það er flugvél flugmálastjórnar sem flytur mennina. 21. apríl 2009 16:07 Papeyjarsmyglið: Skútumenn í gæsluvarðhald til 12.maí Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson ásamt hollenskum karlmanni voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12.maí næstkomandi í Héraðsdómi Austurlands fyrir stundu. Þremenningarnir voru handteknir í skútunni Sirtaki í fyrrakvöld en grunur leikur á að skútan hafi komið með rúm 100 kíló af fíkniefnum hingað til lands. 21. apríl 2009 13:20 Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku, 7. maí 2009 14:15 Gæsluvarðhald í smyglskútumálinu að renna út Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem handteknir voru í tengslum við smyglskútumálið á Djúpavogi í síðasta mánuði rennur út í dag. 11. maí 2009 13:58 Gæsluvarðhald yfir skútusmyglurum rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði rennur út í dag. 12. maí 2009 12:04 Papeyjarsmyglið: Þrír áfram í gæsluvarðhaldi Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. júní og einn til 5. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 29. maí 2009 16:24 Sirtaki komin til hafnar á Eskifirði Smyglskútan Sirtaki lagðist að bryggju í Eskifirði rétt eftir klukkan átta í morgun. Þó nokkur viðbúnaður lögreglu er við höfnina og hefur henni verið lokað. Að sögn Sigurðar Ingólfssonar fréttaritara er varðskipið Týr lagst að bryggjunni og er skútan bundin við stjórnborða skipsins. 21. apríl 2009 08:12 Smyglskútumenn áfram í gæsuvarðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði. 12. maí 2009 14:10 Papeyjarsmyglið: Óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Fíkniefnalögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir fjórum mönnum sem voru handteknir vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Þeir hafa allir verið í varðhaldi frá því snemma í apríl en það rennur út í dag. 29. maí 2009 14:35 Hollendingurinn leigði skútuna á hálfa milljón Dópsmyglararnir sem teknir voru nú um helgina staðgreiddu hálfa milljón króna fyrir tveggja vikna leigu á skútunni Sirtaki sem notuð var við smyglið. Þrír þeirra eru þessa stundina í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum þar sem þeir bíða þess að verða úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 21. apríl 2009 11:58 Smyglskútan leigð frá Belgíu - Myndir Smyglskútan sem þrír menn voru handteknir á í gærkvöldi heitir Sirtaki og er fjörtíu fet að lengd. Skráður eigandi skútunnar er fyrirtækið Channel sailing sem leigir skútur frá Belgíu. Skútan er leigð út samkvæmt heimasíðu fyrirtæksins. 20. apríl 2009 14:34 Ákæran í Papeyjarsmygli: Peter Rabe höfuðpaur Ákæra á hendur sex mönnum sem handteknir voru fyrir að smygla 109 kílóum af eiturlyfjum til landsins í apríl, verður þingfest í fyrramálið. Hollendingurinn Peter Rabe er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14. júlí 2009 13:54 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Papeyjarsmygl: Vilja skútumenn áfram í gæsluvarðhald Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gerir fastlega ráð fyrir því að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum úr Papeyjarsmyglinu svokallaða. 2. júní 2009 13:10
Von á Sirtaki til hafnar innan tíðar Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni Sirtaki klukkan átta nú í morgunsárið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 21. apríl 2009 07:23
Helmingur fíkniefnanna í Papeyjarmálinu var amfetamín Rúmlega helmingur fíkniefnanna sem hald var lagt á í Papeyjarmálinu svokallaða í síðasta mánuði reyndist vera amfetamín, eða 55 kílógrömm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur jafnframt fram að mikið hafi verið af marijúana, eða 34 kílógrömm og hassi, eða 19,5 kílógrömm. E-töflurnar voru rúmlega 9.400 talsins. 13. maí 2009 13:44
Smyglskútumenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald á Egilsstöðum Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni Sirtaki um 65 sjómílum fyrir utan Færeyjar í fyrrakvöld eru nú á leið í Héraðsdóm Austurlands á Egilsstöðum. Þeir komu til hafnar á Eskifirði í morgun en voru í kjölfarið fluttir til Egilsstaða. Þar hafa þeir verið í yfirheyrslum og verða síðan færðir fyrir dómara sem tekur ákvörðun um gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Austurlands er von á mönnunum upp úr klukkan 10:00. 21. apríl 2009 09:48
Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í apríl um borð í skútunni SIRTAKI djúpt út af Suðausturlandi en þeir eru grunaðir um stórfelld fíkniefnabrot. 23. júní 2009 16:54
Papeyjarsmyglið: Skútumenn áfram í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Pétursson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. júní en þeir eru grunaðir um að hafa siglt á gúmmíbát út í Papey til móts við skútuna Sirtaki til þess að sækja rúm hundrað kíló af fíkniefnum um miðjan apríl. 2. júní 2009 16:11
Skútumennirnir komnir á Hraunið Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni SIRTAKI í fyrrakvöld eru nú komnir í loftið og lenda á Selfossi innan skamms. Þaðan verða þeir síðan fluttir í gæsluvarðhald á Litla-Hraun. Það er flugvél flugmálastjórnar sem flytur mennina. 21. apríl 2009 16:07
Papeyjarsmyglið: Skútumenn í gæsluvarðhald til 12.maí Rúnar Þór Róbertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson ásamt hollenskum karlmanni voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12.maí næstkomandi í Héraðsdómi Austurlands fyrir stundu. Þremenningarnir voru handteknir í skútunni Sirtaki í fyrrakvöld en grunur leikur á að skútan hafi komið með rúm 100 kíló af fíkniefnum hingað til lands. 21. apríl 2009 13:20
Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku, 7. maí 2009 14:15
Gæsluvarðhald í smyglskútumálinu að renna út Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem handteknir voru í tengslum við smyglskútumálið á Djúpavogi í síðasta mánuði rennur út í dag. 11. maí 2009 13:58
Gæsluvarðhald yfir skútusmyglurum rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði rennur út í dag. 12. maí 2009 12:04
Papeyjarsmyglið: Þrír áfram í gæsluvarðhaldi Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. júní og einn til 5. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír þeirra hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 29. maí 2009 16:24
Sirtaki komin til hafnar á Eskifirði Smyglskútan Sirtaki lagðist að bryggju í Eskifirði rétt eftir klukkan átta í morgun. Þó nokkur viðbúnaður lögreglu er við höfnina og hefur henni verið lokað. Að sögn Sigurðar Ingólfssonar fréttaritara er varðskipið Týr lagst að bryggjunni og er skútan bundin við stjórnborða skipsins. 21. apríl 2009 08:12
Smyglskútumenn áfram í gæsuvarðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði. 12. maí 2009 14:10
Papeyjarsmyglið: Óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Fíkniefnalögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir fjórum mönnum sem voru handteknir vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Þeir hafa allir verið í varðhaldi frá því snemma í apríl en það rennur út í dag. 29. maí 2009 14:35
Hollendingurinn leigði skútuna á hálfa milljón Dópsmyglararnir sem teknir voru nú um helgina staðgreiddu hálfa milljón króna fyrir tveggja vikna leigu á skútunni Sirtaki sem notuð var við smyglið. Þrír þeirra eru þessa stundina í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum þar sem þeir bíða þess að verða úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 21. apríl 2009 11:58
Smyglskútan leigð frá Belgíu - Myndir Smyglskútan sem þrír menn voru handteknir á í gærkvöldi heitir Sirtaki og er fjörtíu fet að lengd. Skráður eigandi skútunnar er fyrirtækið Channel sailing sem leigir skútur frá Belgíu. Skútan er leigð út samkvæmt heimasíðu fyrirtæksins. 20. apríl 2009 14:34
Ákæran í Papeyjarsmygli: Peter Rabe höfuðpaur Ákæra á hendur sex mönnum sem handteknir voru fyrir að smygla 109 kílóum af eiturlyfjum til landsins í apríl, verður þingfest í fyrramálið. Hollendingurinn Peter Rabe er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14. júlí 2009 13:54