Innlent

Gæsluvarðhald yfir skútusmyglurum rennur út í dag

Mönnunum var flogið frá Egilsstöðum til Selfoss eftir handtöku. MYND/PJETUR
Mönnunum var flogið frá Egilsstöðum til Selfoss eftir handtöku. MYND/PJETUR

Gæsluvarðhald yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði rennur út í dag.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla inn rúmum 100 kílóum af fíkniefnum til landsins ásamt þeim Halldóri Hlíðari Bergmundssyni, Jónasi Árna Lúðvíkssyni og Pétri Kúld Péturssyni.

Gæsluvarðhald yfir Jónasi Árna og Pétri Kúld var framlengt til 2. júní í gær en gæsluvarðhald yfir Halldóri Hlíðari var framlengt til 29. maí.


Tengdar fréttir

Papeyjarsmyglið: Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Papeyjarsmyglið svokalllaða á dögunum. Framlengingin er gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×