Innlent

Smyglskútumenn áfram í gæsuvarðhaldi

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla inn rúmum 100 kílóum af fíkniefnum til landsins ásamt þeim Halldóri Hlíðari Bergmundssyni, Jónasi Árna Lúðvíkssyni og Pétri Kúld Péturssyni sem tóku eru sagir hafa tekið við efnunum og flutt þau í land. Þremenningarnir verða í gæsluvarðhaldi til 29. maí að óbreyttu, en þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Gæsluvarðhald yfir Jónasi Árna og Pétri Kúld var framlengt til 2. júní í gær en gæsluvarðhald yfir Halldóri Hlíðari var framlengt til 29. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×