Innlent

Helmingur fíkniefnanna í Papeyjarmálinu var amfetamín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hluti efnanna til sýnis á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Hluti efnanna til sýnis á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. MYND/Pjetur

Rúmlega helmingur fíkniefnanna sem hald var lagt á í Papeyjarmálinu svokallaða í síðasta mánuði reyndist vera amfetamín, eða 55 kílógrömm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur jafnframt fram að mikið hafi verið af marijúana, eða 34 kílógrömm og hassi, eða 19,5 kílógrömm. E-töflurnar voru rúmlega 9.400 talsins. Alls var um 109 kíló af fíkniefnum að ræða.



Hald var lagt á fíkniefnin á Austurlandi í síðasta mánuði, líkt og fram hefur komið, en talið er að þau hafi verið flutt hingað með seglskútunni SIRTAKI. För skútunnar var stöðvuð djúpt út af Suðausturlandi eftir mikla eftirför. Sex karlar sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×