Enski boltinn

Sigrar hjá West Ham og Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn West Ham fagna marki Collisons.
Leikmenn West Ham fagna marki Collisons. Nordic Photos/Getty Images

West Ham vann mjög sterkan heimasigur, 1-0, á Man. City í dag. Það var Jack Collison sem skoraði eina mark leiksins.

West Ham stökk með sigrinum upp í 7. sæti deildarinnar en Man. City áfram í því tíunda.

Blackburn vann útisigur á Hull, 1-2, með mörkum Stephen Warnock og Keith Andrews. Ian Ashbee klóraði í bakkann fyrir Hull ellefu mínútum fyrir leikslok.

Talsverð harka var í leiknum og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós. Þau fengu Dean Marney hjá Hull og Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn.

Sigurinn gríðarlega mikilvægur fyrir Blackburn sem kemst upp úr fallsæti. Hull sogast nær fallsvæðinu með hverjum leik og er í 13. sæti með aðeins þremur stigum meira en Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×