Umfjöllun: Gjafmildir Grindvíkingar Elvar Geir Magnússon skrifar 14. júní 2009 18:15 Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og Matthías Vilhjálmsson var með eitt þegar FH vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. FH-ingar halda toppsæti deildarinnar. FH-ingar voru mun beittari strax í byrjun leiks og náðu forystu á 9. mínútu eftir fáránlegan varnarleik Grindavíkur. Óskar Pétursson var með furðulega tilburði í markinu og Stamenic gerði sig síðan sekan um slæm mistök sem gerðu það að verkum að Matthías Vilhjálmsson fékk knöttinn í dauðafæri og skoraði örugglega. Eftir þetta mark vöknuðu Grindvíkingar og komust betur inn í leikinn. FH-ingar voru þó enn hættulegri en náðu ekki að bæta við mörkum og staðan 0-1 í hálfleik. Grindvíkingar skiptu yfir í 4-4-2 í hálfleik og lentu FH-ingar í nokkru basli. En á 51. mínútu gerðu Grindvíkingar sig aftur seka um herfileg varnarmistök þegar þeir náðu ekki að hreinsa boltann úr teignum og gestirnir refsuðu. Atli Viðar var aleinn og óvaldaður og átti ekki í vandræðum með að skora. Þetta mark gerði í raun og veru út um leikinn sem varð ekki spennandi eftir það. FH-ingar áttu tvö sláarskot áður en Atli Viðar innsiglaði 3-0 sigur þeirra og góðan leik sinn með skalla við fjærstöng eftir hornspyrnu. Nokkrir lykilmenn Grindvíkinga voru langt frá sínu besta í þessum leik, þar á meðal Zoran Stamenic sem var aðeins skugginn af sjálfum sér. Sérstaklega í byrjun leiks þar sem ekki stóð steinn yfir steini í spilamennsku hans. Sterkur útisigur FH-inga sem halda sér á toppi deildarinnar en Grindvíkingar eru enn í basli á hinum helmingi töflunnar. Grindavík - FH 0-30-1 Matthías Vilhjálmsson (9.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (51.) 0-3 Atli Viðar Björnsson (84.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.110 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6-16 (1-6) Varin skot: Óskar 2 - Daði 1 Hornspyrnur: 4-8 Rangstöður: 1-0 Aukaspyrnur: 10-14 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 4 Zoran Stamenic 3 Marko Valdimar Stefánsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Eysteinn Húni Hauksson 4 (Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4) Marko Valdimar Stefánsson 6 Scott Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 6 (Emil Daði Símonarson x) Sveinbjörn Jónasson 5 (Óli Baldur Bjarnason 5) Gilles Mbang Ondo 6FH (4-3-3)Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævarsson 6 (Freyr Bjarnason x) Tommy Nielsen 7 Pétur Viðarsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (Björn Daníel Sverrisson 6) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 6 (Tryggvi Guðmundsson x)Atli Viðar Björnsson 8 - Maður leiksins Alexander Söderlund 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orri Hjaltalín: Hroðaleg einstaklingsmistök „Á móti liði eins og FH höfum við einfaldlega ekki efni á að gera svona mistök," sagði Orri Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. 14. júní 2009 21:48 Atli Viðar: Við vorum á tánum Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis fyrir FH sem vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Hann gerði út um leikinn í seinni hálfleik eftir að Matthías Vilhjámsson hafði brotið ísinn snemma leiks. 14. júní 2009 21:40 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og Matthías Vilhjálmsson var með eitt þegar FH vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. FH-ingar halda toppsæti deildarinnar. FH-ingar voru mun beittari strax í byrjun leiks og náðu forystu á 9. mínútu eftir fáránlegan varnarleik Grindavíkur. Óskar Pétursson var með furðulega tilburði í markinu og Stamenic gerði sig síðan sekan um slæm mistök sem gerðu það að verkum að Matthías Vilhjálmsson fékk knöttinn í dauðafæri og skoraði örugglega. Eftir þetta mark vöknuðu Grindvíkingar og komust betur inn í leikinn. FH-ingar voru þó enn hættulegri en náðu ekki að bæta við mörkum og staðan 0-1 í hálfleik. Grindvíkingar skiptu yfir í 4-4-2 í hálfleik og lentu FH-ingar í nokkru basli. En á 51. mínútu gerðu Grindvíkingar sig aftur seka um herfileg varnarmistök þegar þeir náðu ekki að hreinsa boltann úr teignum og gestirnir refsuðu. Atli Viðar var aleinn og óvaldaður og átti ekki í vandræðum með að skora. Þetta mark gerði í raun og veru út um leikinn sem varð ekki spennandi eftir það. FH-ingar áttu tvö sláarskot áður en Atli Viðar innsiglaði 3-0 sigur þeirra og góðan leik sinn með skalla við fjærstöng eftir hornspyrnu. Nokkrir lykilmenn Grindvíkinga voru langt frá sínu besta í þessum leik, þar á meðal Zoran Stamenic sem var aðeins skugginn af sjálfum sér. Sérstaklega í byrjun leiks þar sem ekki stóð steinn yfir steini í spilamennsku hans. Sterkur útisigur FH-inga sem halda sér á toppi deildarinnar en Grindvíkingar eru enn í basli á hinum helmingi töflunnar. Grindavík - FH 0-30-1 Matthías Vilhjálmsson (9.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (51.) 0-3 Atli Viðar Björnsson (84.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.110 Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 6-16 (1-6) Varin skot: Óskar 2 - Daði 1 Hornspyrnur: 4-8 Rangstöður: 1-0 Aukaspyrnur: 10-14 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 4 Zoran Stamenic 3 Marko Valdimar Stefánsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Eysteinn Húni Hauksson 4 (Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4) Marko Valdimar Stefánsson 6 Scott Ramsay 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 6 (Emil Daði Símonarson x) Sveinbjörn Jónasson 5 (Óli Baldur Bjarnason 5) Gilles Mbang Ondo 6FH (4-3-3)Daði Lárusson 6 Guðmundur Sævarsson 6 (Freyr Bjarnason x) Tommy Nielsen 7 Pétur Viðarsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (Björn Daníel Sverrisson 6) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 6 (Tryggvi Guðmundsson x)Atli Viðar Björnsson 8 - Maður leiksins Alexander Söderlund 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orri Hjaltalín: Hroðaleg einstaklingsmistök „Á móti liði eins og FH höfum við einfaldlega ekki efni á að gera svona mistök," sagði Orri Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. 14. júní 2009 21:48 Atli Viðar: Við vorum á tánum Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis fyrir FH sem vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Hann gerði út um leikinn í seinni hálfleik eftir að Matthías Vilhjámsson hafði brotið ísinn snemma leiks. 14. júní 2009 21:40 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Orri Hjaltalín: Hroðaleg einstaklingsmistök „Á móti liði eins og FH höfum við einfaldlega ekki efni á að gera svona mistök," sagði Orri Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. 14. júní 2009 21:48
Atli Viðar: Við vorum á tánum Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis fyrir FH sem vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Hann gerði út um leikinn í seinni hálfleik eftir að Matthías Vilhjámsson hafði brotið ísinn snemma leiks. 14. júní 2009 21:40