Erlent

Leit að fórnarlömbum jarðskjálftans hætt innan skamms

Frá í L'Aquila eftir jarðskjálftann.
Frá í L'Aquila eftir jarðskjálftann. MYND/AP
Leit að fórnarlömbum jarðskjálftans á Mið-Ítalíu á mánudag verður að öllum líkindum hætt í kvöld eða í síðasta lagi á morgun, sunnudag. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni slökkviliðsins í héraðshöfuðstaðnum L'Aquila sem jarðskjálftinn lék illa.

Jarðskjálftinn var 6,3 á Richter og átti upptök sín í fjallahéraðinu Abruzzo í miðhluta Ítalíu, um 100 kílómetra norðaustur af Róm. Rúmlega 300 manns hafa nú fundist látnir eftir skjálftann og allt að 40 þúsund einstaklingar eru án heimilis.

Björgunarmenn hafa haldið áfram leit í húsarústum undanfarna daga á meðan þúsundir heimilislausra hafa hafist við í tjaldbúðum sem komið hefur verið upp á íþróttavöllum og öðrum bersvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×