Enski boltinn

Redknapp: Engar líkur að Ferdinand yfirgefi United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham hefur tekið fyrir það að hann sé að undirbúa kauptilboð í varnarmanninn Rio Ferdinand hjá Englandsmeisturum Manchester United eins og breskir fjölmiðlar vildu meina.

Redknapp var stjóri West Ham þegar Ferdindan lék þar og kveðst enn vera í góðum samskiptum við leikmanninn en telji afar ólíklegt að hann muni yfirgefa herbúðir United á næstunni.

„Ég tala reglulega við Rio og sendi honum sms og frá mínum bæjardyrum séð er hann enn með bestu varnarmönnum í heim. Það lenda allir í því að dala aðeins á tímabili en ég tel að það séu engar líkur á því að hann fari frá United.

Ef eitthvað vit er í kollinum á honum þá verður hann þar áfram," sagði Redknapp um hinn 31 árs gamla Ferdiand sem á enn þrjú og hálft ár eftir af núgildandi samningi sínum við United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×