Innlent

Gagnrýna ríkið fyrir arðinn

Póstmannafélag Íslands gagnrýnir stjórnvöld fyrir að greiða sér arð af starfsemi Íslandspósts á sama tíma og stjórnendur fyrirtækisins telja sig ekki geta staðið við umsamdar launahækkanir til starfsmanna Íslandspósts. Þetta kemur fram á vef Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB).

Í ályktun trúnaðarráðs Póstmannafélagsins átelur félagið stjórnvöld fyrir að aflétta ekki arðsemiskröfu sinni á fyrirtækið og benda á að félagsmenn verði af kjarasamningsbundnum launahækkun meðan vinnuveitandinn greiðir arð til ríkisins.- ghs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×