Innlent

Nálgunarbann staðfest á barnsföður

Maðurinn var dæmdur í 6 mánaða nálgunarbann
Maðurinn var dæmdur í 6 mánaða nálgunarbann Mynd/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag nálgunarbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem meðal annars hótaði barnsmóður sinni og fjölskyldu hennar lífláti. Maðurinn var á reynslulausn úr fangelsi þegar hann ógnaði fólkinu.

Fólkið á fjögurra ára gamlan dreng saman en þau eru ekki lengur í sambandi. Manninum var veitt reynslulausn 2. september en hann hafði þá afplánað helming 9 mánaða fangelsisdóms fyrir ofbeldisbrot. Eftir það hefur hann tvívegis verið kærður fyrir hótanir og áreiti auk þess sem stjúpfaðir konunnar og móðir hafa lagt fram kæru á hendur honum vegna lífláts- og ofbeldishótana í garð fjölskyldunnar.

Maðurinn var dæmdur í 6 mánaða nálgunarbann gagnvart barnsmóðurinni. Honum er bannað að koma í námunda við heimili hennar. Jafnframt er manninum bannað að veita konunni eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima,- vinnu- og farsíma hennar, eða setja sig á annan hátt í samband við hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×