Innlent

Grófu bréf um misnotkun

Börnin settu miða í glerkrukkur sem lýstu kynferðisofbeldi ættingja. fréttablaðið/ap
Börnin settu miða í glerkrukkur sem lýstu kynferðisofbeldi ættingja. fréttablaðið/ap
Lögregluyfirvöld í Missouri í Bandaríkjunum leita nú að glerkrukkum sem grafnar voru á sveitabæ einum og eru taldar innihalda frásagnir barna af grófu kynferðisofbeldi. Börnin og grunaðir ofbeldismenn þeirra, sem eru fimm talsins og hafa verið handteknir, eru úr sömu fjölskyldunni. Kona gaf sig fram við lögreglu og veitti upplýsingar um glæpina sem áttu sér stað á árunum 1988 til 1995.

Mennirnir hafa verið kærðir fyrir fjölda kynferðisglæpa og fyrir að neyða börn til að ganga í hjónaband og gangast undir fóstureyðingar. Fórnarlömb þeirra voru öll yngri en tólf ára. Lögregla útilokar ekki að lík muni finnast á landareigninni. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×