Enski boltinn

Arshavin færist nær Arsenal

NordcPhotos/GettyImages

Viðræður Arsenal og Zenit Pétursborg eru nú komnar ágætlega á veg ef marka má fréttir í enskum miðlum í morgun og ekki er loku fyrir það skotið að leikmaðurinn gangi loksins í raðir Arsenal.

Leikmaðurinn sjálfur óskar þess heitt að fá að fara til Arsenal en áréttaði í viðtali í gær að enginn nema Guð sjálfur almáttugur gæti keyrt viðskiptin í gegn.

Því hefur verið haldið fram að Arshavin hafi hótað að fara í verkfall ef Zenit fæst ekki til að lækka verðmiðann á honum.

Arsenal er sagt tilbúið að greiða 12 milljónir punda fyrir hinn 27 ára gamla miðjumann, en Zenit ku vilja 18 milljónir fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×