Enski boltinn

Furða sig á vinnubrögðum

NordicPhotos/GettyImages
Sú ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að hefja nýja rannsókn á knattspyrnufélaginu West Ham United kemur til með að hræða hugsanlega kaupendur frá félaginu.

Enska dagblaðið Daily Express segir að stjórnendur West Ham séu furðulostnir og bálreiðir vegna þessa nýja útspils og blaðið segir að knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola þurfi að endurnýja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð því flestir leikmenn verði seldir frá félaginu. Skipti þá engu hvort West Ham haldi sæti sínu í úrvalsdeild.

Daily Mail segir í morgun að welski framherjinn Craig Bellamy sé á förum til Manchester City á rúmar 10 milljónir punda en Tottenham var í gær talið hafa sýnt Bellamy áhuga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×