Innlent

Samstarf skilaði síldarkvóta

Skipin voru við veiðar upp í harðalandi í fyrra og útsýnið á kvöldgöngunni óviðjafnanlegt.
fréttablaðið/vilhelm
Skipin voru við veiðar upp í harðalandi í fyrra og útsýnið á kvöldgöngunni óviðjafnanlegt. fréttablaðið/vilhelm
Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir samstarf sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fyrirtækja í rannsóknum á síldarstofninum í haust hafa tekist ákaflega vel. Hann telur samstarfið hafa lagt grunninn að því að gefinn var út byrjunarkvóti á dögunum.

„Það má fullyrða að samstarfið hafi leitt til þess að þó þetta aflamark var gefið út. Fimmtán þúsund tonna rannsóknarkvótinn, sem ráðuneytið gaf út, gerði útgerðarfyrirtækjunum og Hafrannsóknastofnun kleift að fara í útbreiðslukönnun og síðan í stofnmælingu sem staðfesti að stofninn var mun stærri en síðustu tvær mælingar bentu til," segir Vilhjálmur.

Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra var gefinn út fjörutíu þúsund tonna byrjunarkvóti í íslensku sumargotssíldinni. Koma alls um 4.500 tonn í hlut skipa HB Granda. Að sögn Vilhjálms veiddu skip félagsins um 18.200 tonn á síðustu vertíð.

Vilhjálmur segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af sýkingunni í síldinni og rannsóknum á henni, útbreiðslu og afleiðingum sé hvergi nærri lokið. Vilhjálmur vill ekki útiloka að hægt verði að auka við kvótann síðar í vetur. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×