Innlent

Ráðherrar senda ekki jólakort

Ráðherrar munu ekki senda jólakort innanlands fyrir þessi jól.
Ráðherrar munu ekki senda jólakort innanlands fyrir þessi jól. Mynd/Valgarður Gíslason
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni einstakra ráðuneyta. Þess í stað verður andvirði kortanna og sendingarkostnaðar, um 4,5 milljónir króna, afhent níu hjálparsamtökum.

Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræðisherinn, Rauðikross Íslands og Fjölskylduhjálpin fá hvert í sinn hlut 500.000 krónur, að fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×