Innlent

Gefa konum sem ætla í pólitík tíu hollráð

Mynd/GVA
Forystukonur úr fimm stjórnmálaflokkum skrifa sameiginlega grein um konur í stjórnmálum sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar miðla þær ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja konur um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári.

„Okkur greinir á um leiðir og hvar ábyrgðin liggur. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir gert eitthvað til að leiðrétta kynjamisréttið þó þeir hafi valið mismunandi aðferðir. Öll getum við þó verið sammála um að við viljum jafnrétti, að við verðum að hvetja til þess að það náist og leggja okkar af mörkum. Ein leið er til dæmis að hvetja konur til að taka þátt í stjórnmálum og komandi sveitarstjórnarkosningum,“ segir í greininni.

Greinina skrifa Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og fyrrverandi alþingismaður, Drífa Snædal framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Kolbrún Stefánsdóttir varaformaður Frjálslynda flokksins, Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og þingmaður og Þórey A. Matthíasdóttir formaður Landssambands framsóknarkvenna.

Greinina „Tíu hollráð fyrir þig sem hyggur á þátttöku í stjórnmálum“ er hægt að lesa hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×