Enski boltinn

Máttum ekki tapa stigum gegn Bolton

AFP

Arsene Wenger var ánægður með sína menn eftir að þeir lönduðu baráttusigri á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Nicklas Bendtner skoraði sigurmark Arsenal þegar skammt var til leiksloka og forðaði Arsenal frá enn einu áfallinu í vetur.

"Við áttum í nógu miklu basli svo við færum ekki að tapa stigum á móti Bolton. Við vorum þéttir varnarlega og höfum nú unnið þrjá leiki 1-0, sem er gott," sagði Wenger og viðurkenndi að það hefði verið mjög erfitt að brjóta niður Bolton-liðið.

"Við áttum erfitt með að brjóta þá niður og vorum kannski hikandi í spilinu gegn liði sem var fyrst og fremst að hugsa um að verjast. Það leit út fyrir að leikurinn ætlaði að enda 0-0 en við kláruðum þetta í gamla góða 4-4-2 og náðum að vinna leikinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×