Innlent

Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar

Matthías Halldórsson, núverandi landlæknir.
Matthías Halldórsson, núverandi landlæknir.
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Matthías Halldórsson var skipaður tímabundið í embættið í nóvember á síðasta ári þegar að Sigurður Guðmundsson lét af störfum til að taka við sem forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Skipun Matthíasar var síðar framlengt.

Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Nefndin metur hæfni umsækjenda en fulltrúar í nefndinni hafa þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu, að fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Umsækjendur um stöðu landlæknis skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Umsóknarfrestur rennur út 19. nóvember. Skipað verður í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×