Enski boltinn

Allt um leiki dagsins: Stoke öruggt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricardo Fuller fagnar marki sínu í dag.
Ricardo Fuller fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og ljóst að það er hörð fallbarátta framundan. Nýliðarnir í Stoke eru hins vegar öruggir með sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Hull.

Newcastle, Middlesbrough og West Brom eru öll með 31 stig í neðstu þremur sætum deildarinnar. Tvö fyrstnefndu liðin eiga reyndar leik til góða, gegn hvoru öðru á mánudagskvöldið. West Brom vann 3-1 sigur á Wigan í dag og getur því enn bjargað sér frá falli.

Hull tapaði enn einum leiknum í dag og er í sautjánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.

Sunderland er svo með 36 stig og Portsmouth 38 og eru enn ekki laus við falldrauginn nú þegar tvær umferðir eru eftir.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth sem tapaði fyrir Blackburn í dag, 2-0. Dæmd var vítaspyrna á Hermann þegar hann fékk boltann í höndina. Benni McCarthy skoraði úr vítinu og tryggði þannig sínum mönnum sigurinn í leiknum.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Sunderland. Bolton og Blackburn eru bæði með 40 stig og nánast örugg með sæti sín í deildinni.

Everton og Tottenham gerðu 1-1 jafntefli og Fulham kom sér upp í sjöunda sæti deildarinnar með 3-1 sigri á Aston Villa. West Ham getur endurheimt sjöunda sætið með sigri á Liverpool á heimavelli síðar í dag.

Úrslit:

Everton - Tottenham 0-0

Fulham - Aston Villa 3-1


1-0 Danny Murphy, víti (8.)

1-1 Ashley Young (14.)

2-1 Diomansy Kamara (46.)

3-1 Diomansy Kamara (60.)

Bolton - Sunderland 0-0

Blackburn - Portsmouth 2-0


1-0 Morten Gamst Pedersen (31.)

2-0 Benni McCarthy, víti (58.)

Hull - Stoke 1-2

0-1 Ricardo Fuller (41.)

0-2 Liam Lawrence (73.)

1-2 Andy Dawson (90.)



West Brom - Wigan 3-1


1-0 Marc-Antoine Fortune (8.)

1-1 Hugo Rodallega (17.)

2-1 Chris Brunt (59.)

3-1 Marc-Antoine Fortune (73.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×