Umfjöllun: Jafntefli hjá ÍBV og Fram í Eyjum Ellert Scheving skrifar 20. júlí 2009 00:01 Andrew Mwesigwa átti góðan leik gegn Fram í gær. Mynd/Daníel Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var fyrri hálfleikur leiksins afar skemmtilegur og mörg færi litu dagsins ljós. Það voru hins vegar Eyjamenn sem náðu forystunni á 29. mínútu með frábæru marki frá Ajay Leicht Smith. Ajay vann boltann rétt fyrir framan miðju á vallarhelming Frammara, skaust fram úr tveimur varnarmönnun, skeiðaði inn í teig þar sem hann lék á Kristján Hauksson og renndi boltanum fallega framhjá Hannesi í fjærhorniði. Glæsilegt einstaklingsframtak. Eftir markið efldust leikmenn Fram til muna, sóttu stíft og sköpuðu sér nokkur góð færi en engin afgerandi dauðafæri þangað til að Eyjamenn gerðu sig seka um hræðileg mistök í vörninni. Á 41.mínútu fékk Kristján Hauksson boltann út á kanti við miðju vallarins, Kristján sendi háan bolta viðstöðulaust að teignum. Elías Fannar Stefnisson hleypur út úr markinu alveg að vítateigslínunni til að hirða boltann en misreiknar hlaupið illa. Ívar Björnsson nýtt sér mistökin, stökk manna hæst og skallaði boltann í autt markið. Virkilega klaufaleg mistök hjá Elías. Í seinni hálfleik voru Frammarar hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og fengu tvö til þrjú dauðafæri en náðu ekki að reka smiðshöggið á sóknirnar. Leikur liðanna í seinni hálfleik einkenndist af miðjumoði og ekki er hægt að segja fótboltinn hafi verið áferðafallegur. Jafntefli því niðurstaðan en Framarar hefðu getað stolið sigrinum með smá heppni. Eyjamenn eru því á botni deildarinnar á markahlutfalli og verða að fara að girða sig í brók. Frammarar eru hins vegar í 7.sæti og eru á fljúgandi siglingu.Tölfræðin: ÍBV-Fram 1-1 1-0 Ajay Leicht Smith (29.) 1-1 Ívar Björnsson (41.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Garðar Örn Hinriksson 4 Skot (á mark): 11-14 (6-9) Varin skot: Elías 5 - Hannes 4 Horn: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-20 Rangstöður: 1-2ÍBV (4-4-2) Elías Fannar Stefnisson 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 6 Pétur Runólfsson 6*Andrew Mwesigwa 7 - Maður leiksins Tonny Mawejje 4 (86,Ingi Rafn Ingibergsson -) Augustine Nsumba 5 (45,Þórarinn Ingi Valdimarsson 3) Gauti Þorvarðarson 5 (62,Bjarni Rúnar Einarsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Chris Clements 6 Ajay Leicht Smith 7Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Ingvar Þór Ólason 5 Kristján Hauksson 5 (59,Sam Tillen 6) Auðun Helgason 6 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 Almarr Ormarsson 7 Ívar Björnsson 6 (45,Guðmundur Magnússon 5) Jón Guðni Fjóluson 4 Josep Edward Tillen 5 (80,Hjálmar Þórarinsson -) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Fram í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fram Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru eins og þær gerast bestar í Vestmannaeyjum í kvöld þegar Fram kom í heimsókn á Hásteinsvöllinn. Bæði lið börðust til síðasta blóðdropa í þessum leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var fyrri hálfleikur leiksins afar skemmtilegur og mörg færi litu dagsins ljós. Það voru hins vegar Eyjamenn sem náðu forystunni á 29. mínútu með frábæru marki frá Ajay Leicht Smith. Ajay vann boltann rétt fyrir framan miðju á vallarhelming Frammara, skaust fram úr tveimur varnarmönnun, skeiðaði inn í teig þar sem hann lék á Kristján Hauksson og renndi boltanum fallega framhjá Hannesi í fjærhorniði. Glæsilegt einstaklingsframtak. Eftir markið efldust leikmenn Fram til muna, sóttu stíft og sköpuðu sér nokkur góð færi en engin afgerandi dauðafæri þangað til að Eyjamenn gerðu sig seka um hræðileg mistök í vörninni. Á 41.mínútu fékk Kristján Hauksson boltann út á kanti við miðju vallarins, Kristján sendi háan bolta viðstöðulaust að teignum. Elías Fannar Stefnisson hleypur út úr markinu alveg að vítateigslínunni til að hirða boltann en misreiknar hlaupið illa. Ívar Björnsson nýtt sér mistökin, stökk manna hæst og skallaði boltann í autt markið. Virkilega klaufaleg mistök hjá Elías. Í seinni hálfleik voru Frammarar hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og fengu tvö til þrjú dauðafæri en náðu ekki að reka smiðshöggið á sóknirnar. Leikur liðanna í seinni hálfleik einkenndist af miðjumoði og ekki er hægt að segja fótboltinn hafi verið áferðafallegur. Jafntefli því niðurstaðan en Framarar hefðu getað stolið sigrinum með smá heppni. Eyjamenn eru því á botni deildarinnar á markahlutfalli og verða að fara að girða sig í brók. Frammarar eru hins vegar í 7.sæti og eru á fljúgandi siglingu.Tölfræðin: ÍBV-Fram 1-1 1-0 Ajay Leicht Smith (29.) 1-1 Ívar Björnsson (41.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Garðar Örn Hinriksson 4 Skot (á mark): 11-14 (6-9) Varin skot: Elías 5 - Hannes 4 Horn: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-20 Rangstöður: 1-2ÍBV (4-4-2) Elías Fannar Stefnisson 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 6 Pétur Runólfsson 6*Andrew Mwesigwa 7 - Maður leiksins Tonny Mawejje 4 (86,Ingi Rafn Ingibergsson -) Augustine Nsumba 5 (45,Þórarinn Ingi Valdimarsson 3) Gauti Þorvarðarson 5 (62,Bjarni Rúnar Einarsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Chris Clements 6 Ajay Leicht Smith 7Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 6 Ingvar Þór Ólason 5 Kristján Hauksson 5 (59,Sam Tillen 6) Auðun Helgason 6 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 Almarr Ormarsson 7 Ívar Björnsson 6 (45,Guðmundur Magnússon 5) Jón Guðni Fjóluson 4 Josep Edward Tillen 5 (80,Hjálmar Þórarinsson -) Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Fram í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fram Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira