Enski boltinn

Boro neitar að selja Downing

Elvar Geir Magnússon skrifar
Downing er ekki til sölu.
Downing er ekki til sölu.

Middlesbrough hefur hafnað beiðni Stewart Downing um að vera settur á sölulista. Þá hefur félagið einnig neitað kauptilboði frá Tottenham í leikmanninn.

Downing vill yfirgefa Middlesbrough en stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sleppa honum. Keit Lamb, formaður stjórnarinnar, segir að beiðni Downing hafi verið tekin fyrir á fundi í dag og henni síðan hafnað.

Hann sagði í samtali við Sky að Downing væri einfaldlega ekki til sölu. Þá segir hann það sama gilda um Gary O'Neil sem er á óskalista Portsmouth.

Tottenham bauð einnig í Jermain Defoe, sóknarmann Portsmouth í dag. Portsmouth vill fá 15 milljónir punda fyrir leikmanninn en félögin hafa enn ekki náð samkomulagi um kaupverðið samkvæmt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×