Umfjöllun: Þróttur heldur í veika von - meiri spenna á toppnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 16:05 Úr leik Þróttar og FH frá því fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki