Umfjöllun: Þróttur heldur í veika von - meiri spenna á toppnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 16:05 Úr leik Þróttar og FH frá því fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti