Umfjöllun: Þróttur heldur í veika von - meiri spenna á toppnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 16:05 Úr leik Þróttar og FH frá því fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn