Umfjöllun: Þróttur heldur í veika von - meiri spenna á toppnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 16:05 Úr leik Þróttar og FH frá því fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Sjá meira
Þróttur og FH skildu jöfn eftir markalausan leik á Valbjarnarvelli í kvöld. Með stiginu halda Þróttarar í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Þróttur er nú níu stigum á eftir Grindavík og ÍBV þegar níu stig eru enn í pottinum. Liðið er þar að auki með lakara markahlutfall en bæði þessi lið. En möguleikinn er vissulega fyrir hendi hjá Þrótturum. FH er nú með fimm stiga forystu á KR þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni og níu stig í pottinum. Úrslitin halda því einnig smá spennu í titilbaráttunni. Heimamenn byrjuðu leikinn af ágætum krafti og ætluðu greinilega að selja sig dýrt - enda allt undir hjá Þrótturum. En fljótlega náðu FH-ingar undirtökunum í leiknum og átti Hjörtur Logi Valgarðsson fínt skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í slánni. Það gerðist á níundu mínútu og stuttu síðar komst Alexander Söderlund í gott færi sem var vel varið hjá Henryk Boedker. Leikurinn koðnaði niður eftir þetta og gerðist ekki mikið inn á vellinum ef frá eru talin tvö ágæt færi FH-inga. Í fyrra skiptið varði Hafþór Ægir Vilhjálmsson skot Atla Viðars Björnssonar á línu og í það síðara varði Boedker vel á markinu skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. En annars var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik og hvorugt lið að spila sérstakan fótbolta. Eftir fremur rólega byrjun í síðari hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum á ný og sköpuðu sér sín hættulegustu færi í leiknum. Fyrst komst Hjörtur Logi einn í gegnum vörn Þróttara en Boedker varði vel frá honum. Atli Viðar komst svo í næstu sókn í frábært skotfæri en dúndraði knattinum langt framhjá. FH-ingar sóttu stíft um miðbik síðari hálfleiksins og Þróttarar gerðu vel til þess að verjast hverri stórsókn þeirra á eftir annarri. Heimamenn komust svo í hættulega skyndisókn á 81. mínútu þar sem þeir hefðu hæglega getað stolið sigrinum. Hafþór Ægir Vilhjálmsson náði að snúa af sér Sverri Garðarsson og kom skoti að marki. Það fór framhjá Daða í markinu en Andrew Malsom var nálægt því að ná að fylgja því eftir með því að skora í autt markið. En Sverrir náði að bjarga því fyrir horn á síðustu stundu. Stuttu síðar átti Þórður Steinar Hreiðarsson skot í stöng á marki FH-inga eftir fína sókn og sendingu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Þórður Steinar komst svo í aftur gott skotfæri stuttu síðar en í þetta sinn varði Daði Lárusson vel í marki FH. Bæði lið sóttu nokkuð stíft á lokamínútum leiksins en allt kom fyrir ekki og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut. Leikmenn beggja liða gengu því ósáttir af velli.Þróttur - FH 0-0 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 9-12 (4-7)Varin skot: Boedker 5 - Daði 3.Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 8-12Rangstöður: 0-0Þróttur (4-3-3): Henryk Boedker 7 - maður leiksins Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 7 Þórður Steinar Hreiðarsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (70. Andrés Vilhjálmsson -) Hallur Hallsson 6 Morten Smidt 6 Samuel Malsom 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 (90. Vilhjálmur Pálmason -)FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Sverrir Garðarsson 6 Tommy Nielsen 7 Freyr Bjarnason 6 Kristján Gauti Emilsson 5 (59. Atli Guðnason 6) Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Atli Viðar Björnsson 5 Alexander Söderlund 5 (76, Brynjar Benediktsson -) Ólafur Páll Snorrason 6 Leiknum var lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Þróttur - FH.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Sjá meira