Karlar eiga auðveldara en konur með að neita sér um mat Atli Steinn Guðmundsson skrifar 21. janúar 2009 07:36 Karlmenn eiga auðveldara en konur með að beita sig hörðu og neita sér um mat sem þá dauðlangar í samkvæmt nýlegri rannsókn. „Í maga vorum býr mestur dugur, mannvit í görnum einnig," kvað Jón Hreggviðsson hástöfum er hann fór með Pontusrímur hinar eldri. Víst er það að maturinn er mannsins megin en margir kannast við að lystina þarf einnig að hemja á stundum og miðað við þann fjölda sem þessa dagana sækir líkamsræktarstöðvar landsins eru margir iðrandi eftir það sem þeir veittu sér um jólin. Í þeirri eilífu baráttu eru karlar sagðir eiga meiri möguleika en kvenkynið. Að minnsta kosti vill Gene-Jack Wang við læknadeild Brookhaven-rannsóknarstofunnar í New York meina að svo sé. Hann tölvusneiðmyndaði heila manna og kvenna á meðan fólkið horfði og bragðaði á uppáhaldskræsingunum sínum. Næst bað hann hópinn að bæla hungur sitt niður eftir megni. Með því að mæla notkun blóðsykurs í heilanum og virkni í svokölluðu randkerfi, sem stjórnar ýmsum tilfinningaþáttum, sást glöggt að konurnar áttu í mun meiri erfiðleikum en karlarnir með að standast hungrið. Körlum fer því að verða hált á að afsaka aukabitann svo nú er bara að drífa sig í ræktina. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Sprengingar í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira
Karlmenn eiga auðveldara en konur með að beita sig hörðu og neita sér um mat sem þá dauðlangar í samkvæmt nýlegri rannsókn. „Í maga vorum býr mestur dugur, mannvit í görnum einnig," kvað Jón Hreggviðsson hástöfum er hann fór með Pontusrímur hinar eldri. Víst er það að maturinn er mannsins megin en margir kannast við að lystina þarf einnig að hemja á stundum og miðað við þann fjölda sem þessa dagana sækir líkamsræktarstöðvar landsins eru margir iðrandi eftir það sem þeir veittu sér um jólin. Í þeirri eilífu baráttu eru karlar sagðir eiga meiri möguleika en kvenkynið. Að minnsta kosti vill Gene-Jack Wang við læknadeild Brookhaven-rannsóknarstofunnar í New York meina að svo sé. Hann tölvusneiðmyndaði heila manna og kvenna á meðan fólkið horfði og bragðaði á uppáhaldskræsingunum sínum. Næst bað hann hópinn að bæla hungur sitt niður eftir megni. Með því að mæla notkun blóðsykurs í heilanum og virkni í svokölluðu randkerfi, sem stjórnar ýmsum tilfinningaþáttum, sást glöggt að konurnar áttu í mun meiri erfiðleikum en karlarnir með að standast hungrið. Körlum fer því að verða hált á að afsaka aukabitann svo nú er bara að drífa sig í ræktina.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprengingar í höfuðborg Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir Sprengingar í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira