Gagnrýnir tímabundnar ráðningar ráðherra 11. október 2009 16:23 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/GVA Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. „Það virðist vera algjör skortur á gagnsæi sem margir hafa talað um. Það eru ýmsir sem sitja í ríkisstjórn núna sem töluðu mikið áður um mikilvægi þess að störf hjá hinu opinbera væru auglýst," segir Eygló og bætir við að ráðherrar hafi margir hverjir verið duglegir að undanförnu að ráða sér aðstoðarmenn og að störfin hafi ekki verið auglýst. Eygló tiltekur sérstaklega ráðningar Einars Karls Haraldssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, í stöðu upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lögfræðings í félagsmálaráðuneytinu í verkefnum sem snúa að endurskoðun á lánum heimilanna. Þingmaðurinn hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar. „Ég hef ekki séð þessi störf auglýst. Menn virðast vera að fara í kringum þetta með svokölluðum tímabundnum ráðningum," segir Eygló. Eygló hefur áhyggjur af þessum vinnubrögðum. „Það er mikið atvinnuleysi og mikið af hæfu fólki sem hefði jafnvel áhuga á að sækja um þessi störf. Þetta þarf allt að vera upp á borðinu." Aðspurð segir Eygló að vilji ráðherrar hafa fleiri en einn aðstoðarmann verði að taka um það pólitíska ákvörðun og breyta lögum sem geri það mögulegt. Tengdar fréttir Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00 Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. „Það virðist vera algjör skortur á gagnsæi sem margir hafa talað um. Það eru ýmsir sem sitja í ríkisstjórn núna sem töluðu mikið áður um mikilvægi þess að störf hjá hinu opinbera væru auglýst," segir Eygló og bætir við að ráðherrar hafi margir hverjir verið duglegir að undanförnu að ráða sér aðstoðarmenn og að störfin hafi ekki verið auglýst. Eygló tiltekur sérstaklega ráðningar Einars Karls Haraldssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, í stöðu upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lögfræðings í félagsmálaráðuneytinu í verkefnum sem snúa að endurskoðun á lánum heimilanna. Þingmaðurinn hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar. „Ég hef ekki séð þessi störf auglýst. Menn virðast vera að fara í kringum þetta með svokölluðum tímabundnum ráðningum," segir Eygló. Eygló hefur áhyggjur af þessum vinnubrögðum. „Það er mikið atvinnuleysi og mikið af hæfu fólki sem hefði jafnvel áhuga á að sækja um þessi störf. Þetta þarf allt að vera upp á borðinu." Aðspurð segir Eygló að vilji ráðherrar hafa fleiri en einn aðstoðarmann verði að taka um það pólitíska ákvörðun og breyta lögum sem geri það mögulegt.
Tengdar fréttir Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00 Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14
Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00
Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33