Gagnrýnir tímabundnar ráðningar ráðherra 11. október 2009 16:23 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/GVA Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. „Það virðist vera algjör skortur á gagnsæi sem margir hafa talað um. Það eru ýmsir sem sitja í ríkisstjórn núna sem töluðu mikið áður um mikilvægi þess að störf hjá hinu opinbera væru auglýst," segir Eygló og bætir við að ráðherrar hafi margir hverjir verið duglegir að undanförnu að ráða sér aðstoðarmenn og að störfin hafi ekki verið auglýst. Eygló tiltekur sérstaklega ráðningar Einars Karls Haraldssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, í stöðu upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lögfræðings í félagsmálaráðuneytinu í verkefnum sem snúa að endurskoðun á lánum heimilanna. Þingmaðurinn hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar. „Ég hef ekki séð þessi störf auglýst. Menn virðast vera að fara í kringum þetta með svokölluðum tímabundnum ráðningum," segir Eygló. Eygló hefur áhyggjur af þessum vinnubrögðum. „Það er mikið atvinnuleysi og mikið af hæfu fólki sem hefði jafnvel áhuga á að sækja um þessi störf. Þetta þarf allt að vera upp á borðinu." Aðspurð segir Eygló að vilji ráðherrar hafa fleiri en einn aðstoðarmann verði að taka um það pólitíska ákvörðun og breyta lögum sem geri það mögulegt. Tengdar fréttir Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00 Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. „Það virðist vera algjör skortur á gagnsæi sem margir hafa talað um. Það eru ýmsir sem sitja í ríkisstjórn núna sem töluðu mikið áður um mikilvægi þess að störf hjá hinu opinbera væru auglýst," segir Eygló og bætir við að ráðherrar hafi margir hverjir verið duglegir að undanförnu að ráða sér aðstoðarmenn og að störfin hafi ekki verið auglýst. Eygló tiltekur sérstaklega ráðningar Einars Karls Haraldssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, í stöðu upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Kristrúnar Heimisdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lögfræðings í félagsmálaráðuneytinu í verkefnum sem snúa að endurskoðun á lánum heimilanna. Þingmaðurinn hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og tímabundnar ráðningar. „Ég hef ekki séð þessi störf auglýst. Menn virðast vera að fara í kringum þetta með svokölluðum tímabundnum ráðningum," segir Eygló. Eygló hefur áhyggjur af þessum vinnubrögðum. „Það er mikið atvinnuleysi og mikið af hæfu fólki sem hefði jafnvel áhuga á að sækja um þessi störf. Þetta þarf allt að vera upp á borðinu." Aðspurð segir Eygló að vilji ráðherrar hafa fleiri en einn aðstoðarmann verði að taka um það pólitíska ákvörðun og breyta lögum sem geri það mögulegt.
Tengdar fréttir Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14 Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00 Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9. september 2009 12:14
Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. 1. september 2009 15:00
Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst. 5. september 2009 18:33