Enski boltinn

Johnson með samning í höndunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Glen Johnson.
Glen Johnson.

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur boðið þremur leikmönnum félagsins nýjan samning. Þar á meðal er enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson en viðræður við hann eru í gangi.

Þá hafa miðjumennirnir Richard Hughes og Sen Davis einnig fengið tilboð um framlengingu á sínum samningum.

Johnson var nýlega orðaður við Liverpool en þessi 24 ára leikmaður er talinn einn besti bakvörður enska boltans. Hughes hefur verið hjá Portsmouth síðan 2002 en Davis kom frá Tottenham í janúar 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×