Innlent

Banaslys við Þingvelli

Banaslys varð á þjóðveginum rétt vestan við þjóðgarðinn á Þingvöllum um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar maður á bifhjóli missti stjórn á því með þeim afleiðingum að það hafnaði utan vegar.

Samferðarmenn hans kölluðu þegar eftir hjálp og var maðurinn fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, var í hópi nokurra vélhjólmanna, þegar slysið varð. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, en lögreglan á Selfossi rannsakar málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×