Segir seðlabankastjóra ekki hugsa um hag þjóðarinnar 8. febrúar 2009 20:35 Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins. Viðbrögð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra við óskum forsætisráðherra um að hann víki úr bankanum eru afar slæm að mati Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Davíð sendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf í dag og tilkynnti henni að hann myndi ekki víkja sæti úr bankastjórninni eins og Jóhanna hafði óskað eftir. „Mér finnst þetta í rauninni vera afar slæmt. Þarna er seðlabankastjóri ekki að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar," segir Höskuldur. Höskuldur segir að það sé að koma bersýnilega í ljós að það voru gerð mistök að setja pólitíkus inn í seðlabankann. „Nú er þetta farið að snúast um persónu hans sem það má alls ekki gera. Þjóðin þarf á því að halda að Seðlabankinn njóti trausts bæði hér innanlands og erlendis og það gerir hann ekki með Davíð við stjórnvölin," segir Höskuldur.Davíð gerði mistök Höskuldur segir að auk þess telji hann að það blasi við að Seðlabankinn og Davíð Oddsson hafi gert mistök. Í fyrsta lagi hafi hann ekki varað nægjanlega sterkt við stöðu bankanna. „Þegar að hann sagðist vera 100% viss um að bankakerfið myndi riða til falls, að þá átti hann ekki að linna látum fyrr en að menn myndu staldra við," segir Höskuldur. Hann bætir við að Davíð hafi jafnframt gert mistök með ummælum í Kastljósviðtali skömmu eftir bankahrunið.Flutti sjálfur frumvarp Höskuldur segir að næsta skref sé að afgreiða frumvarp í þinginu um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans Hann segir jafnframt að hugsanlega hafi forsætisráðherra gert mistök með því að senda bréf til seðlabankastjóra og víkja sæti. Hugsanlega hefði verið betra að fá lögin samþykkt strax. „Ég var fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingu á yfirstjórn Seðlabankans sem er til meðferðar Alþingis. Og er mjög samhljóða því sem ríkisstjórnin hefur lagt fram þó að það sé blæbrigðamunur á þeim," segir Höskuldur sem telur að frumvarpið hans hefði átt að fá betra brautargengi. „Það hefði gert það að verkum að seðlabankastjórnin hefði þurft að víkja," segir Höskuldur. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Viðbrögð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra við óskum forsætisráðherra um að hann víki úr bankanum eru afar slæm að mati Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Davíð sendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf í dag og tilkynnti henni að hann myndi ekki víkja sæti úr bankastjórninni eins og Jóhanna hafði óskað eftir. „Mér finnst þetta í rauninni vera afar slæmt. Þarna er seðlabankastjóri ekki að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar," segir Höskuldur. Höskuldur segir að það sé að koma bersýnilega í ljós að það voru gerð mistök að setja pólitíkus inn í seðlabankann. „Nú er þetta farið að snúast um persónu hans sem það má alls ekki gera. Þjóðin þarf á því að halda að Seðlabankinn njóti trausts bæði hér innanlands og erlendis og það gerir hann ekki með Davíð við stjórnvölin," segir Höskuldur.Davíð gerði mistök Höskuldur segir að auk þess telji hann að það blasi við að Seðlabankinn og Davíð Oddsson hafi gert mistök. Í fyrsta lagi hafi hann ekki varað nægjanlega sterkt við stöðu bankanna. „Þegar að hann sagðist vera 100% viss um að bankakerfið myndi riða til falls, að þá átti hann ekki að linna látum fyrr en að menn myndu staldra við," segir Höskuldur. Hann bætir við að Davíð hafi jafnframt gert mistök með ummælum í Kastljósviðtali skömmu eftir bankahrunið.Flutti sjálfur frumvarp Höskuldur segir að næsta skref sé að afgreiða frumvarp í þinginu um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans Hann segir jafnframt að hugsanlega hafi forsætisráðherra gert mistök með því að senda bréf til seðlabankastjóra og víkja sæti. Hugsanlega hefði verið betra að fá lögin samþykkt strax. „Ég var fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingu á yfirstjórn Seðlabankans sem er til meðferðar Alþingis. Og er mjög samhljóða því sem ríkisstjórnin hefur lagt fram þó að það sé blæbrigðamunur á þeim," segir Höskuldur sem telur að frumvarpið hans hefði átt að fá betra brautargengi. „Það hefði gert það að verkum að seðlabankastjórnin hefði þurft að víkja," segir Höskuldur.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði