Enski boltinn

Ferguson stóð til boða að þjálfa erlendis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson segir í samtali við enska fjölmiðla í dag að honum hafi nokkrum sinnum staðið til boða að þjálfa erlendis en að sér hafi aldrei dottið í hug að yfirgefa Manchester United.

Ferguson fagnaði 23 ára starfsafmæli sínu á Old Trafford á föstudaginn síðastliðinn og hefur náð frábærum árangri með félagið.

Á þeim tíma hefur hann ellefu sinnum orðið enskur meistari, tvívegis Evrópumeistari, fimm sinnum bikarmeistari, þrívegis deildabikarmeistari, einu sinni Evrópumeistari bikarhafa, heimsmeistari félagsliða og meistari meistaranna í Evrópu.

„Ég hef áður fengið tilboð um að þjálfa erlendis en hef aldrei látist freistast af þeim," sagði Ferguson. „Ég ætla ekki að segja hvaða félög þetta eru en nöfn þeirra myndu koma þér á óvart. En ég lét þetta sem vind um eyru þjóta enda yfirgefur maður ekki lið eins og Manchester United."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×