Enski boltinn

Redknapp er ósáttur við leikmannahóp sinn

AFP

Harry Redknapp segir að leikmannahópurinn sem hann erfði eftir Juande Ramos hjá Tottenham sé illa samsettur og að í hann vanti kraft og styrk.

"Okkur vantar ákveðna tegund af leikmönnum í liðið. Hér er nóg af snaggaralegum litlum leikmönnum en okkur vantar stóra og sterka leikmenn til að auka jafnvægið. Það hefur skort jafnvægi í þennan hóp frá fyrsta degi ef ég á að segja eins og er," sagði Redknapp og bætti við að hann vildi helst kaupa þrjá til fjóra leikmenn í viðbót til að fylla í skörðin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×