Fótbolti

Gilardino tryggði Heimsmeisturunum farseðilinn til Suður-Afríku

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alberto Gilardino fagnar marki sínu í Dyflinni í kvöld.
Alberto Gilardino fagnar marki sínu í Dyflinni í kvöld. Nordic photos/AFP

Framherjinn Alberto Gilardino skoraði dramatískt 2-2 jöfnunarmark Ítala gegn Írum í leik liðanna í 8. Riðli undankeppni HM 2010 í Dyflinni í kvöld en með jafnteflinu innsigluðu Ítalir sigur sinn í riðlinum og bókuðu farseðilinn á lokakeppnina næsta sumar.

Glenn Whelan kom Írum yfir snemma leiks en Mauro Camoranesi jafnaði fyrir gestina og staðan var 1-1 í hálfleik. Það leit svo allt út fyrir að Sean St. Ledger hefði tryggt Írum 2-1 sigur með marki á 87. mínútu áður en varamaðurinn Alberto Gilardino jafnaði í blálokin.

Írar geta þó huggað sig við það að þeir eru öruggir með annað sæti í riðlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×