Enski boltinn

Bellamy í læknisskoðun hjá City í dag

AFP

Sky fréttastofan heldur því fram að framherjinn Craig Bellamy muni í dag gangast undir læknisskoðun hjá Manchester City eftir að West Ham samþykkti kauptilboð félagsins í Walesverjann skapheita.

Sky segir að West Ham hafi um helgina samþykkt kauptilboð frá City í kappann, en hann hafði áður farið fram á að fá að ræða við Tottenham.

Kaupverðið á hinum 29 ára gamla Bellamy hefur ekki verið gefið upp en Sky segir það vera í kring um 14 milljónir punda.

Ef af kaupunum verður myndi Bellamy spila á ný undir stjórn Mark Hughes, en þeir unnu saman hjá Blackburn á sínum tíma.

Gianfranco Zola hefur lýst því yfir að ef hann þyrfti að selja Bellamy, fengi hann að nota hagnaðinn til að kaupa annan framherja í hans stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×