Enski boltinn

Litlar breytingar á liði United í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson á ekki von á því að það verði miklar breytingar á leikmannahópi Manchester United í sumar. Hann ætlar sér ekki að eyða háum fjárhæðum í leikmannakaup.

„Við munum ekki eltast við marga leikmenn," sagði Ferguson í samtali við enska fjölmiðla. „Við erum með stóran leikmannahóp og ég get verið alveg heiðarlegur og sagt að það er enginn leikmaður sem er í sigtinu hjá okkur eins og er."

United var sagt reiðubúið að bjóða háar fjárhæðir í Franck Ribery, leikmann Bayern München, auk þess sem þeir Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez hafa ítrekað verið orðaðir við önnur lið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×