Enski boltinn

Pennant til Portsmouth á lánssamningi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jermaine Pennant.
Jermaine Pennant.

Portsmouth hefur fengið Jermaine Pennant, vængmann Liverpool, á lánssamningi út leiktíðina. Þessi 26 ára leikmaður neitaði að ganga alfarið til liðs við Portsmouth og var lánssamningur niðurstaðan.

Pennant er aftarlega í goggunarröðinni á Anfield og hefur fá tækifæri fengið á tímabilinu. Samningur hans við Liverpool rennur út eftir tímabilið.

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, þekkir Pennant vel. Þeir voru saman hjá Arsenal fyrir löngu síðan en þá var Pennant talið mikið efni. Adams segist binda miklar vonir við samvinnu Pennant og Peter Crouch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×