Enski boltinn

Routledge til QPR

Elvar Geir Magnússon skrifar
Routledge frá því hann lék með Tottenham.
Routledge frá því hann lék með Tottenham.

Það var nóg að gera hjá Queens Park Rangers í dag. Nú síðdegis gekk félagið frá kaupum á vængmanninum Wayne Routledge frá Aston Villa. Fyrr í dag komu Heiðar Helgason og Garry Borrowdale einnig til QPR.

Routledge skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning. Hann var neðarlega í goggunarröðinni á Villa Park og hefur síðustu mánuði leikið á lánssamningi hjá Cardiff í 1. deildinni við góðan orðstír.

„Ég er í skýjunum með að vera kominn hingað. QPR er félag með mikinn metnað og stór markmið. Um leið og félagið sýndi mér áhuga var ég spenntur fyrir viðræðunum," sagði Routledge.

„Það er gott að vera kominn aftur til London en það var þó ekki stór ástæða fyrir því að ég er kominn aftur," sagði Routledge en hann lék áður með Tottenham. Hann er 23 ára og hafnaði tilboði frá Cardiff. QPR er í níunda sæti 1. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×