Innlent

Frjálslyndir ekki af baki dottnir

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Frjálslyndi flokkurinn ætlar að bjóða fram í næstu sveitastjórnarkosningum samkvæmt tilkynningu á heimasíðu þeirra. Þar kemur fram að flokkurinn hyggst bjóða sig fram í Grindavík, Kópavogi, Ísafirði, Skagafirði og Reykjavík.

Þá er flokkurinn að þreifa fyrir sér með framboð í fleiri sveitarfélögum á landinu. Var þetta samþykkt á fundi miðstjórnar flokksins sem var haldinn í dag.

Þá segir á heimasíðu flokksins að flokkurinn hefur í engu breytt um stefnu en stendur fast á helstu stefnumálum sínum og mun meðal annars áfram berjast fyrir afnámi kvótakerfisins, gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið og réttindamálum öryrkja, aldraðra og fatlaðra.

Flokkurinn þurrkaðist út af Alþingi í síðustu þingkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×