Enski boltinn

Robinho spenntur fyrir Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Breskir fjölmiðlar hafa síðustu vikur verið uppfullir af fréttum þess efnis að Brasilíumaðurinn Robinho verði hugsanlega seldur frá Man. City til Barcelona í janúar.

City hefur vegnað vel án Brasilíumannsins í upphafi tímabilsins og það þykir auka líkurnar á því að City sé til í að selja. Aðeins er ár síðan City keypti hann á metfé, 32 milljónir punda, frá Real Madrid.

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur einnig sagt að hann sé spenntur fyrir því að fá Brasilíumanninn til Katalóníu.

„Auðvitað myndi ég vilja spila fyrir Barcelona. Hver væri ekki til í það? Það yrði mjög gaman hjá liðinu ef ég væri þar," sagði Robinho við El Mundo Deportivo.

„Það væri ánægja að spila við hlið Messi og landa míns, Dani Alves, Xavi, Iniesta og Zlatan. Þetta er frábært lið. Ég hef spilað gegn þeim og veit hvað þeir eru góðir. Nú get ég reyndar aðeins spilað gegn þeim í PlayStation," sagði Robinho.

Ekkert tilboð hefur enn borist í Brassann og málið því í biðstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×