Enski boltinn

Gordon lýkur keppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Craig Gordon.
Craig Gordon. Nordic Photos/Getty Images

Markvörður Sunderland, Craig Gordon, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð sökum hnémeiðsla. Hann mun þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Skoski landsliðsmarkvörðurinn hefur verið í meiðslabrasi í vetur og nú er ljóst að ekkert nema aðgerð dugar.

„Ég fer í aðgerðina á laugardag og vonandi verður hnéð í lagi eftir hana því meiðslin eru farin að verða verulega pirrandi," sagði Gordon sem var keyptur til Sunderland frá Hearts á 9 milljónir punda.

„Það eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu þannig að ég hef augljóslega lokið keppni í bili," sagði Gordon sem verður klár í slaginn fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×