Erlent

Íslendingur í Ástralíu: Skógareldar aldrei verið verri

Hundrað sjötíu og einn hefur farist í kjarr- og skógareldum sem geisa nú í Ástralíu. Íslendingur sem býr á svæðinu segir eldana breiðast svo hratt út að mörgum íbúum hafði ekki tekist að forða sér í tæka tíð.

Eldarnir, sem eru með þeim allra mannskæðustu í sögu Ástralíu, brenna á um sjötíu stöðum samanlagt á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði í Viktoríufylki og næsta nágrenni. Nær öll hús í nokkrum smábæjum hafa orðið eldunum að bráð. Yfirvöld óttast að enn fleiri eigi eftir að láta lífið og ekki takist að ná tökum á eldunum í bráð. Mikill lofthiti, töluverður þurrkur og síbreytileg vindátt torvelda slökkvistarf.

Komment 1: Kevin Rudd - forsætisráðherra Ástralíu:

"There will be many difficulties on the way and this won't be smooth sailing, and as I said before, the nation needs to brace itself for what I believe will be a very challenging time ahead."

Rudd segir jafnvirði nærri átta hundruð milljarða íslenskra króna verði lagt fram af opinberu fé til endurreisnarstarfs.

Valberg Lárusson býr í Melbourne í Viktoríufylki ásamt ástralskir eiginkonu og tveggja mánaða gamalli dóttur þeirra. Hann hefur búið í Ástralíu í tvö ár. Hann segir þetta tímabil kjarr- og skógarelda á svæðinu en þeir hafi ekki verið jafn miklir og slæmir fyrr.

Valberg segir að einn Ástralí hafi lýst flótta sín og sinna þannig að fjölskyldan hafi ekið á bíl yfir svæði sem þegar hafi verið brunnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×