Enski boltinn

Rush: Keane verður að fá að spila

NordicPhotos/GettyImages

Goðsögnin Ian Rush segir að Robbie Keane verði að fá að spila með Liverpool, ella muni hann ekki finna sitt gamla form og fara að skora mörk á ný.

Keane hefur alls ekki náð sér á strik síðan hann kom til Liverpool fyrir stórfé í sumar og undirstrikaði það með daufri frammistöðu gegn Everton á dögunum.

Ian Rush var sjaldan í vandræðum með að skora mörkin þegar hann var upp á sitt besta hjá Liverpool og hann hefur nokkur góð ráð uppi í erminni handa Rafa Benitez knattspyrnustjóra varðandi írska framherjann.

"Robbie átti ekki sértaklega góðan leik gegn Everton og ég hugsa að hann viti það sjálfur. Hann hefur alltaf verið heiðarlegur leikmaður," var haft eftir Rush í Liverpool Echo í dag.

"Keane fékk engin marktækifæri, skapaði lítið og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Ef Benitez vill fá hann í toppform á ný þarf hann að taka hann á eintal og lofa honum byrjunarliðssæti í næstu fjórum eða fimm leikjum," sagði Rush.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×