Enski boltinn

Mascherano hefur trú á sínum mönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano í leik með Liverpool.
Javier Mascherano í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, hefur fulla trú á því að liðið geti enn unnið enska meistaratitilinn þrátt fyrir að liðið hafi hikstað nokkuð illa í haust.

Liverpool hefur þegar tapað fjórum leikjum á tímabilinu en vann að vísu góðan sigur á Manchester United um síðustu helgi.

„Við eigum enn möguleika á að vinna deildina," sagði Mascherano. „Ef okkur tekst að vinna nokkra leiki í röð og komast á almennilegt skrið er allt mögulegt. Við höfum hins vegar ekki efni á því að tapa mörgum stigum til viðbótar. Við þurfum að komast á sigurbraut."

Liverpool mætir Fulham á morgun en verður án þeirra Steven Gerrard og Glen Johnson sem eru báðir meiddir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×