Forráðamenn Tottenham hafa sett sig í samband við Liverpool og lagt fram óformlega fyrirspurn í framherjann Robbie Keane. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildamönnum sínum í kvöld.
Keane hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Liverpool síðan hann var keyptur frá Tottenham fyrir stórfé í sumar.
Keane hefur fá tækifæri fengið hjá þeim rauðu og hefur átt það til að ná ekki einu sinni í leikmannahóp Rafa Benitez.