Roy Hodgson hefur gert munnlegt samkomulag um gera nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham.
Núverandi samningur Hogdson rennur út í lok núverandi leiktíðar en hann hefur náð frábærum árangri með liðið sem varð til að mynda í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Fulham er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar og vann í gærkvöldi 3-0 sigur á Blackburn.
„Þetta var auðveld ákvörðun," sagði Hodgson við enska fjölmiðla. „Við höfum náð samkomulagi í öllum aðalatriðum og þarf nú bara að koma þessu öllu niður á blað."
„Ég hef aldrei farið leynt með það að mér líður vel hjá Fulham og vill gjarnan vera áfram hjá félaginu."