Enski boltinn

Ferguson má tefla fram því liði sem honum sýnist

AFP

Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Sir Alex Ferguson ráði því alfarið hvernig liði hann tefli fram í lokaleik úrvalsdeildarinnar gegn Hull City á sunnudaginn.

Gagnrýnendur hafa bent á að það komi ójafnvægi á fallbaráttuna þegar eitt af liðunum í fallslagnum sé að fara að spila við lið sem muni hugsanlega tefla fram varaliði sínu í jafn mikilvægum leik.

"United er þegar búið að vinna deildina og á gríðarlega stóran leik fyrir höndum í vikunni. Það er ekki hægt að fela þá staðreynd. Menn verða að vera raunsæir. United er með stóran leikmannahóp og geta nýtt sér þann munað á sunnudaginn. Félagið er fagmennskan uppmáluð og Sir Alex mun ekki ætla liðinu sem hann teflir fram á sunnudaginn neitt annað en sigur," sagði Scudamore.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.