Íslenski boltinn

Saman á nýrri umboðsskrifstofu fyrir íþróttafólk

Haukur Ingi Guðnason og Egill Einarsson.
Haukur Ingi Guðnason og Egill Einarsson.

Í dag hóf störf fyrsta íslenska umboðskrifsstofan fyrir íþróttafólk, Sportic. Markmið stofunnar er að innleiða nýja hugsun og breytt vinnubrögð í umboðsmennsku íþróttafólks hérlendis. Í upphafi verður lögð mest áhersla á knattspyrnu en í framhaldinu verða tækifæri í öðrum íþróttagreinum skoðuð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sportic. Starfsmenn skrifstofunnar eru KSÍ umboðsmennirnir, Halldór Birgir Bergþórsson og Hafþór Hafliðason. Þá eru ráðgjafar stofunnar engir aðrir en Egill Einarsson, íþróttafræðingur, Haukur Ingi Guðnason, MS í íþróttasálfræði og knattspyrnumaðurinn Arnar Grétarsson. Samstarfsaðili er Peter Ressel, fyrrverandi atvinnumaður til 20 ár og fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Anderlecht.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Hugmyndin á bakvið Sportic er að hópur metnaðarfullra sérfræðinga vinni í sameiningu að því að móta afreksfólk í íþróttum, koma því á framfæri erlendis og auka líkurnar á farsælum atvinnumannaferli.

FAGLEG VINNUBRÖGÐ

KSÍ umboðsmenn Sportic, Halldór Birgir Bergþórsson og Hafþór Hafliðason, sjá um að útbúa raunhæfa langtímaáætlun fyrir hvern skjólstæðing og sjá um markaðssetningu og samningagerð fyrir þá.

RÁÐGJAFAR

Íþróttasálfræðingurinn Haukur Ingi Guðnason mun vinna í andlega þættinum, byggja upp sjálfstraust leikmanna og m.a. kenna þeim að takast á við væntingar, meðbyr og mótlæti og hugsa eins og sigurvegarar. Íþróttafræðingurinn Egill Einarsson mun vinna í líkamlegu atgervi skjólstæðinga Sportic með persónulegri leiðsögn og reglulegum ástandsmælingum. Arnar Grétarsson á að baki farsælan atvinnumannaferil og kemur að verkefninu sem ráðgjafi leikmanna.

SAMSTARF VIÐ PETER RESSEL

Á yfir tuttugu ára atvinnumannaferli spilaði Peter Ressel fyrir t.d. PSV Eindhoven, Feyenoord og Anderlecht. Eftir að leikmannaferlinum lauk var hann um tíma yfirmaður knattspyrnumála hjá Anderlect en undanfarin ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi við leikmannakaup knattspyrnufélaga vítt og breitt um Evrópu. Peter Ressel hann hefur góð sambönd um alla Evrópu og er vel þekktur og mikils virtur í knattspyrnuheiminum.

Hér er hægt að sjá heimasíðu skrifstofunnar

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×