Fótbolti

Del Bosque fékk nýjan samning fyrir að koma Spánverjum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vicente Del Bosque verður þjálfari Spánverjar fram yfir EM 2012.
Vicente Del Bosque verður þjálfari Spánverjar fram yfir EM 2012. Mynd/AFP

Vicente Del Bosque verður þjálfari spænska landsliðsins fram yfir næstu Evrópukeppni (2012) en spænska knattspyrnusambandið tilkynnti um nýjan samning Del Bosque eftir að Evrópumeistararnir tryggðu sig inn á HM með 3-0 sigri á Eistum í gær.

Del Bosque tók við spænska liðinu eftir Evrópukeppnina 2008 en Luis Aragones gerði Spánverja þar að Evrópumeisturum í fyrsta sinn. Spænska liðið hefur unnið alla átta leiki sína í undankeppninni undir stjórn Vicente Del Bosque.

„Við höfum náð fyrsta markmiði okkar sem var að komast til Siður-Afríku. Nú þurfum við að vinna vel í okkar málum og undirbúa okkur sem best fyrir næsta sumar," sagði Vicente Del Bosque eftir leikinn í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×