Enski boltinn

Carragher: Ég hataði aldrei Manchester United

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool hélt með Everton þegar hann var yngri. Hann segist aldrei hafa hatað Manchester United eins og margir Liverpool-menn, heldur beri hann virðingu fyrir liðinu.

"Ég hélt með Everton þegar ég var barn, en ég hataði aldrei United. Ég bar virðingu fyrir þeim. Þeir eru gott félag rétt eins og við og ættu að virða okkur sömuleiðis," sagði varnarmaðurinn í samtali við Guardian.

"Það er enginn leikmaður hjá Manchester United sem maður bölvar í sand og ösku eða hatar. Þetta eru allt góðir strákar. Ég vona á sama hátt að við komum öðrum liðum þannig fyrir sjónir. Stuðningsmenn beggja liða eru upp til hópa verkafólk," sagði Carragher og sagðist frekar bera kala til Chelsea.

"Manchester United er ekki hrokafullt lið, slíkt væri frekar að finna hjá Chelsea upp á síðkastið," sagði Carragher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×