Enski boltinn

Barton settur í straff hjá Newcastle

Nordic Photos/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur tilkynnt að miðjumanninum Joey Barton hafi verið vísað frá liðinu tímabundið eftir að hann fékk rautt spjald í leiknum gegn Liverpool um helgina.

Þetta var í fjórða sinn sem vandræðagemlingnum Barton var vísað af velli á ferlinum, en knattspyrnustjórinn Alan Shearer vandaði hinum 26 ára gamla leikmanni ekki kveðjurnar eftir leikinn.

Shearer fordæmdi hegðun Barton og því er haldið fram að bannið sem Barton var settur í tengist deilum þeirra tveggja eftir atvikið.

Barton hefur verið á síðasta séns hjá Newcastle eftir að hafa ítrekað komið sér í vandræði innan sem utan vallar undanfarin misseri og ætla má að dagar hans sem leikmanns Newcastle séu nú taldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×